Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 16:00 Óttarr Proppé og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“ Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent