Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 10:33 Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl. Vísir/Anton Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira