Segir Brynjar vanhæfan eftir störf sín fyrir Bjarka Diego Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Svandís Svavarsdóttir vísir/daníel Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53
Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00