Innlent

Skauta­svell á Stokks­eyri slær í gegn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Davíð Örn Sigurðsson, íbúi á Stokkseyri, sem er mjög ánægður með skautavellið á Stokkseyri.
Davíð Örn Sigurðsson, íbúi á Stokkseyri, sem er mjög ánægður með skautavellið á Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís.

Hér erum við að tala um skautasvellið við Löngudæl, flott svell þar sem fólk á öllum aldri hefur verið duglegt að skauta á í gegnum árin og nú í upphafi nýs árs hafa margir nýtt tækifærið og brugðið sér á skauta í góða veðrinu.

„Já, þetta er gott skautasvell en það er verið að tala um að það hafi sjaldan verið eins slétt og núna. Í gær voru um 40 til 50 manns á skautasvellinu. Þetta er góð útivera, sérstaklega í svona blíðu eins og er núna, það gerist ekki betra,” segir Davíð Örn Sigurðsson íbúi á Stokkseyri.

Skautasvellið er mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sara Lind, sem býr í Danmörku, segir frábært að komast á skauta á Stokkseyri en hún hefur ekki farið á skauta síðustu 15 ár eða svo.

„Heyrðu, þetta er bara algjör paradís, ég er bara í sjokki, þetta er æði. Þetta er svakalega flott svell og líka af því að maður fékk engan snjó þá fengum við allavega svellið, það er geggjað,” segir Sara.

Og ekkert hægt að skauta í Danmörku eða hvað?

„Ekki svo ég viti, ég hef allavega ekki séð neinn á skautum þar og veit ekkert hvort það sé eitthvað skautasvell”.“

Þannig að þú kemur til Íslands til að skauta og á Stokkseyri?

„Já, barnsfaðir minn býr á Stokkseyri, þess vegna komum við á Stokkseyri,” segir Sara Lind.

Sara Lind Annþórsdóttir, sem býr í Danmörku en hefur verið dugleg að skauta á Stokkseyri í heimsókn sinni til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×