Minkurinn skotinn í vitna viðurvist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2017 14:54 Minkurinn sást við Tjörnina í morgun. Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33