Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 15:54 "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum," segir Einar. vísir/eyþór „Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
„Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36