Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. mars 2017 20:30 Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira