Enski boltinn

Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna sigrinum á Everton.
Leikmenn Arsenal fagna sigrinum á Everton. getty/David Price

Eftir sigur Arsenal á Everton, 0-1, í gær er ljóst að Skytturnar verða á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin. Þetta er í fimmta sinn sem það gerist en í fyrstu fjögur skiptin varð liðið ekki efst þegar tímabilinu lauk.

Viktor Gyökeres skoraði eina mark leiksins á Hill Dickinson leikvanginum í Liverpool í gær úr vítaspyrnu. Með sigrinum endurheimti Arsenal toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er tveimur stigum á undan Manchester City.

Frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar 1992 hefur Arsenal fjórum sinnum áður verið á toppnum um jólin.

Arsenal var á toppnum um jólin tímabilin 2002-03, 2007-08, 2022-23 og 2023-24. Liðið endaði í 2. sæti 2002-03, 2022-23 og 2023-24 en í því þriðja 2007-08.

Frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93 hefur toppliðið um jólin sautján sinnum orðið meistari en sextán sinnum hefur annað lið staðið uppi sem sigurvegari.

Næsti leikur Arsenal er gegn Crystal Palace í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á Þorláksmessu. Næsti deildarleikur er gegn Brighton á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×