Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. mars 2017 20:30 Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira