Tekst Barcelona hið ómögulega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Lionel Messi komst lítt áleiðis í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/getty Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti