Trump ítrekar viðurkenningu á „Eitt Kína“ við Xi Jinping Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 10:27 Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði Xi Jinping, forseta Kína, að Bandaríkin myndu halda „Eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Trump hefur sagt að hann vilji nota stefnuna til þess að gera samninga við Kína um önnur málefni eins og viðskipti og tolla. Yfirvöld í Peking brugðust reið við því þegar Trump tók á móti símtali frá forseta Taívan eftir að hann vann kosningarnar í nóvember. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Tump og Jinping ræddu saman í síma í gær. Þar ræddu þeir hin ýmsu málefni og meðal annars samþykkti Trump að virða „Eitt Kína“. Samkvæmt AP fréttaveitunni tók Hvíta húsið fram að Trump hefði samþykkt það að beiðni Jinping. Mikil óvissa ríkir varðandi samband ríkjanna. Trump hefur sakað Kína um að svindla á Bandaríkjunum í viðskiptum og hefur gagnrýnt hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður Kínahafi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt Kína fyrir að beita Norður-Kóreu ekki nægjanlegum þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætluna þeirra. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32 Kínverjar harðorðir í garð Trump Kínverjar segja ljóst að eðli stefnunnar um ,,Eitt Kína" sé ekki opin til umræðu eins og Trump hefur áður lagt til. 15. janúar 2017 10:28 Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði Xi Jinping, forseta Kína, að Bandaríkin myndu halda „Eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Trump hefur sagt að hann vilji nota stefnuna til þess að gera samninga við Kína um önnur málefni eins og viðskipti og tolla. Yfirvöld í Peking brugðust reið við því þegar Trump tók á móti símtali frá forseta Taívan eftir að hann vann kosningarnar í nóvember. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Tump og Jinping ræddu saman í síma í gær. Þar ræddu þeir hin ýmsu málefni og meðal annars samþykkti Trump að virða „Eitt Kína“. Samkvæmt AP fréttaveitunni tók Hvíta húsið fram að Trump hefði samþykkt það að beiðni Jinping. Mikil óvissa ríkir varðandi samband ríkjanna. Trump hefur sakað Kína um að svindla á Bandaríkjunum í viðskiptum og hefur gagnrýnt hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður Kínahafi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt Kína fyrir að beita Norður-Kóreu ekki nægjanlegum þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætluna þeirra.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32 Kínverjar harðorðir í garð Trump Kínverjar segja ljóst að eðli stefnunnar um ,,Eitt Kína" sé ekki opin til umræðu eins og Trump hefur áður lagt til. 15. janúar 2017 10:28 Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32
Kínverjar harðorðir í garð Trump Kínverjar segja ljóst að eðli stefnunnar um ,,Eitt Kína" sé ekki opin til umræðu eins og Trump hefur áður lagt til. 15. janúar 2017 10:28
Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00