Hver er tilgangur fæðingarorlofs? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 „Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
„Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun