Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda framleiðslustörfum í landinu. "Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira