Síðasti blaðamannafundur Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2017 11:02 Barack Obama hélt sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47
Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47