Trump reiður út í Meryl Streep Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 11:55 Meryl Streep og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira