Trump skýtur föstum skotum á Obama Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 22:18 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
„Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15
Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23