Flugfargjöld fara sífellt lækkandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:16 Sífellt ódýrara er fyrir Íslendinga að ferðast út fyrir landsteinana. Mynd/Pjetur Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira