Áríðandi að lífeyrisfrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 19:00 Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra. Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra.
Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52
Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00