Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 22:00 Gonzalo Higuaín fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira