Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 12:30 Stephen Bannon, Donald Trump og Reince Preibus. Vísir/GEttY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira