Fjendur tókust í hendur og ræddu nýja ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 22:09 Donald Trump og Mitt Romney eftir fund þeirra í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira