Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 22:00 Lewandowski skaut Bæjara áfram í 16-liða úrslitin. Vísir/Getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30