Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 22:03 Fregnirnar eru afar góðar fyrir Clinton en aðeins tveir dagar eru til kosninga. Vísir/Getty James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30
Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06