Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:30 Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira