Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2016 09:39 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og , Shri Anil Madhav Dave, umhverfisráðherra Indlands á fundinum. Vísir/Getty Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það. Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það.
Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira