Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 09:15 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti