Donald Trump er ekki af baki dottinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 17:26 Donald Trump fær hér klapp á bakið frá ráðgjafa sínum á fundi í Trump Tower í gær. Visir/AP Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15