Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 22:49 Donald Trump og Ted Cruz í kappræðum þegar forval Repúblikana var í fullum gangi fyrr á árinu. vísir/getty Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. Cruz segir tvær meginástæður fyrir þessari ákvörðun sinni. Í fyrsta lagi hafi hann gefið það út í fyrra að hann ætlaði sér að styðja frambjóðanda Repúblikana og hann vill standa við orð sín. Í öðru lagi þá vill hann alls ekki sjá Hillary Clinton sem forseta, þrátt fyrir að hafa oft verið ósammála Donald Trump. Fyrr á árinu var púað á Cruz á landsþingi Repúblikana þar sem eftir því var tekið að hann lýsti ekki opinberlega yfir stuðningi við Trump, enda hafði Cruz lýst andstæðingi sínum í forvali Repúblikana sem lygara sem ekki væri treystandi fyrir Hvíta húsinu. Trump brást við stuðningsyfirlýsingu Cruz og kvaðst vera ánægður með að njóta stuðnings frá erfiðum og snjöllum andstæðingi. Ekki eru þó allir jafn sáttir við Cruz. Þannig sagði Rick Tyler, sem var talsmaður hans í kosningabaráttunni gegn Trump, að íhaldsmenn í Bandaríkjunum væru nú að syrgja því þeir hefðu misst leiðtoga sinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush eldri sagður ætla að kjósa Clinton George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og glerharður Repúblikani, ætlar að kjósa demókratann Hillary Clinton í komandi forsetakosningum. 21. september 2016 08:05 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. Cruz segir tvær meginástæður fyrir þessari ákvörðun sinni. Í fyrsta lagi hafi hann gefið það út í fyrra að hann ætlaði sér að styðja frambjóðanda Repúblikana og hann vill standa við orð sín. Í öðru lagi þá vill hann alls ekki sjá Hillary Clinton sem forseta, þrátt fyrir að hafa oft verið ósammála Donald Trump. Fyrr á árinu var púað á Cruz á landsþingi Repúblikana þar sem eftir því var tekið að hann lýsti ekki opinberlega yfir stuðningi við Trump, enda hafði Cruz lýst andstæðingi sínum í forvali Repúblikana sem lygara sem ekki væri treystandi fyrir Hvíta húsinu. Trump brást við stuðningsyfirlýsingu Cruz og kvaðst vera ánægður með að njóta stuðnings frá erfiðum og snjöllum andstæðingi. Ekki eru þó allir jafn sáttir við Cruz. Þannig sagði Rick Tyler, sem var talsmaður hans í kosningabaráttunni gegn Trump, að íhaldsmenn í Bandaríkjunum væru nú að syrgja því þeir hefðu misst leiðtoga sinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush eldri sagður ætla að kjósa Clinton George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og glerharður Repúblikani, ætlar að kjósa demókratann Hillary Clinton í komandi forsetakosningum. 21. september 2016 08:05 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Bush eldri sagður ætla að kjósa Clinton George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og glerharður Repúblikani, ætlar að kjósa demókratann Hillary Clinton í komandi forsetakosningum. 21. september 2016 08:05
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00