Birgitta: „Spillingin flæðir upp á yfirborðið í algerri síbylju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:52 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta. Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta.
Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46
Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent