Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 06:00 Birkir leikur væntanlega sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/afp Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira