Vilja að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs verði dregin til baka Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. september 2016 17:30 Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir þegar þau kynntu skýrsluna í liðinni viku. vísir/ernir Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40
Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08