Þúsundum bjargað úr sjávarháska í vikunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000. Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000.
Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“