Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið Óskar Steinn Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun