Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2016 07:58 Clinton fór mikinn í ræðu sinni enda var mikilvægt að hún sýndi hversu sterkur leiðtogi hún er. Vísir/EPA Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27
Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00