Ferðamenn með minna á milli handanna nú Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir. vísir/eyþór Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“ Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“
Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira