Hugmyndin kom uppi á jökli Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Ragnhildur og Júlíus eru hjón sem hefur alltaf dreymt um að stofna fyrirtæki saman. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira