Hillary Clinton: Gaf í skyn að Trump væri líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð bara út af pirringi Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. júní 2016 22:39 Það gæti orðið ljóst næsta þriðjudag hvort Clinton verði næsta forsetaefni demókrata. Vísir/Getty Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00