Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. júní 2016 06:00 Bernie Sanders lætur það ekki stöðva sig að Hillary Clinton sé nánast örugg með útnefningu. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira