Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 16:21 Helgi Hjörvar Vísir/Ernir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“ Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“
Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent