VG bætir við sig tæpum sex prósentum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2016 05:00 Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna tekur fylginu með ró. Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira