Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 23:55 Trump og Kelly í viðtalinu síðastliðinn þriðjudag. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig. Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00
Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00
Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47