Trump er einn eftir Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Donald Trump sigurviss að loknum forkosningum í Indiana á þriðjudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira