Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Donald Trump. Vísir/Getty Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira