Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira