Bæta við bátum og fjölga skoðunarferðum Svavar Hávarðsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Tíu bátar verða gerðir út hjá Norðursiglingu í sumar. Mynd/Norðursigling Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00