Árásarmennirnir í Brussel bræður Bjarki Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:16 Lögregla í Brussel segir árásarmennina í gær hafa verið bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Mannsins til hægri er enn leitað. Vísir/AFP Árásarmennirnir tveir sem gerðu sprengdu sjálfa sig í Brussel í gær voru bræður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af. Þetta hafa belgískir fjölmiðlar eftir lögreglunni þar í landi nú í morgun. Mennirnir eru sagðir hafa heitið Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Lögregla leitar enn manns sem náðist á mynd með þeim bræðrum stuttu fyrir sprengingarnar á Zaventem-flugvellinum. Lögregla segir að Khalíd hafi leigt íbúðina þar sem til skotbardaga við lögreglu kom í síðustu viku. Í íbúðinni fundust fingraför Salah Abdeslam, eins þeirra sem stóð að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem síðar var handtekinn. Á fjórða tug manna létu lífið í hryðjuverkaárásum í Brussel í gær, annars vegar á flugvellinum og hins vegar í neðanjarðarlest nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Að því er belgískir miðlar greina frá, sprengdi Brahím sig á flugvellinum og Khalíd í lestinni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu.Uppfært 10.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir erlendum miðlum að bræðurnir hefðu báðir sprengt sig á flugvellinum en nú hefur komið fram að annar þeirra er talinn hafa sprengt sig á flugvellinum og hinn í lestinni, um klukkustund síðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Árásarmennirnir tveir sem gerðu sprengdu sjálfa sig í Brussel í gær voru bræður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af. Þetta hafa belgískir fjölmiðlar eftir lögreglunni þar í landi nú í morgun. Mennirnir eru sagðir hafa heitið Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Lögregla leitar enn manns sem náðist á mynd með þeim bræðrum stuttu fyrir sprengingarnar á Zaventem-flugvellinum. Lögregla segir að Khalíd hafi leigt íbúðina þar sem til skotbardaga við lögreglu kom í síðustu viku. Í íbúðinni fundust fingraför Salah Abdeslam, eins þeirra sem stóð að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem síðar var handtekinn. Á fjórða tug manna létu lífið í hryðjuverkaárásum í Brussel í gær, annars vegar á flugvellinum og hins vegar í neðanjarðarlest nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Að því er belgískir miðlar greina frá, sprengdi Brahím sig á flugvellinum og Khalíd í lestinni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu.Uppfært 10.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir erlendum miðlum að bræðurnir hefðu báðir sprengt sig á flugvellinum en nú hefur komið fram að annar þeirra er talinn hafa sprengt sig á flugvellinum og hinn í lestinni, um klukkustund síðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38