Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2016 06:18 Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira