Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2016 23:09 Fjársterkir aðilar eru sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. V'isir/EPA Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18