Óðum styttist í fyrstu forkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2016 06:00 Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira