Ósamkomulag um sölu bankanna milli stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 21:09 Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson. Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00